þriðjudagur, apríl 08, 2008

Lasinn :)

halló allir !!

ég er heima núna - lasinn.  Með hósta og hor.  En ég er afskaplega geðgóður samt.  Tek mér bara reglulega pásur í stólnum okkar mömmu með sængina og slaka á.  Er með hita. 

Ég hitti Sylvíu bestu frænku á laugardaginn.  Mamma var að vinna og Sylvía passaði mig.  Það var bara gaman! Hún fór með mig í sund, og gaf mér nammi og dúllaðist með mig.  Fór með mig á rúntinn um allt!  Mér finnst svo gaman að fá að hitta hana hún er svo skemmtileg. 

Annars er bara lítið að frétta af okkur.  Ég fer í sveitina næstu helgi meðan mamma er að vinna á laugardaginn.  Hún hætti við að fara á árshátíðina og ætlar að vinna í staðinn. Ég fer bara með afa og ömmu i fermingarveislu í Hraunbergi í staðinn! Hlakka mikið til!

DSC00273Þennan bíl fann mamma í sænginni sinni - hún spurði mig hvað hann væri að gera - "hann er í ísbúðinni"

Engin ummæli: