þriðjudagur, maí 13, 2008

Hvítasunna 2008

hæ hæ!!

Við mamma áttum frábæra helgi.  Byrjuðuðm laugardaginn á að fara í Fellshlið og sjá hvolpana hennar Blíðu og ég varð rosalega hrifinn af þeim.  Mamma hélt á einum og ég strauk honum blíðlega og talaði til hans fallega.  Hann var svo lítill og ég skil alveg að þeir eru litlir og ósjálfbjarga, enda var ég ekkert að væflast í kringum þá einn.  Mér fannst þeir svo fallegir, og mamma segir mig hafa horft á þá með einlægri lotningu.  Þegar ég kom til ömmu og afa sagði ég ömmu frá hvolpunum og myndaði pínulítinn hring með puttunum til að sýna henni hve pínu litlir þeir voru.  En þeir eru sjö talsins, og eru rétt farnir að sjá!

Ég var alveg útkeyrður eftir þessa viku.  Svo mikið að gera hjá mér í þessum deildarflutingum að ég svaf alveg lúrana mína á daginn og var samt útkeyrður á kvöldin.  Þannig ég svaf til hálf tíu á sunnudag!! og fór að sofa aftur í hádeginu!! Mamma alveg hissa á þessu hjá mér!

Fengum svo gott veður á mánudaginn og var mikið úti að leika mér !  Fór líka í fjárhúsin og hitti lömbin sem komin eru.  Ég er rosalegur dýravinur. 

Og já ég er semst fluttur á Risaland. var rosalega spenntur að fara þar inn í morgun og geta fylgst með mömmu labba út í bíl og sent henni fingurkoss :)

Það eru nýjar myndir á flikkrinu okkar :) Sjá hérna: MYNDIR

gaurar

Engin ummæli: