fimmtudagur, maí 08, 2008

Vika liðin

hæ hæ !!

rjomi godurnú er vika liðin síðan mamma skrifaði eitthvað hérna inn.   Og hún er líka loks búin að setja inn myndir!! Þær má sjá hérna:

Myndir Nýjar !!!

Vikan er búin að vera heldur strembin. Föstudaginn gisti ég í fyrsta skipti hjá pabba og það gekk bara mjög vel.  Skemmti mér vel við að gefa öndunum og fara í sund og í bíltúra.  Kom hress og kátur heim á laugardagskvöldið.  Þá þurfti ég að dótast mikið og var ekki þægur á að fara að sofa.  Ég þarf minn tíma með dótinu mínu.  Ég er heimakær í mér.  Á sunnudaginn átti amma mín afmæli. Við mamma fórum auðvitað uppeftir og knúsuðum hana:) Þar var lambasteik í matinn og kaka á eftir :) ég hjálpaði sko við að skreyta kökuna með kertum og þeyta rjómann!! Ég er svoddan sælkeri að ég á ekkert erfitt með að hjálpa til við svona kúnstir :)

Síðan er ég búinn að vera á flakki á milli Undralands og Risalands.  Og það er að taka smá toll.  Ég er útkeyrður og þreyttur, með stuttan þráð og mamma finnur til smá óöryggis hjá mér.  Ég er soldið óþægur, og enda alltaf með að vilja bara vera hjá henni.  Mamma er líka búin að vera að vinna aðeins meira og ég hef ekki fengið eins mikið af henni og vanalega.  Enda er litla blaðran mín búin þegar hún loks kemur heim.  Hún huggar mig og við hlökkum bara til helgarinnar - það eru 3 dagar í frí og mamma ætlar að eyða þeim öllum með mér - ekkert að fara neitt eða vinna eða gera neitt.  Ég fæ að hafa hana alveg fyrir mig.  Við ætlum að kíkja í Fellshlíð og skoða hvolpana hennar Blíðu - en hún eignaðist 7 hvolpa á sumardaginn fyrsta!! Það verður sko spennandi að sjá þá.  Og vonandi koma nú lömb í Belg :) 

 

Engin ummæli: