þriðjudagur, maí 27, 2008

sund eftir skóla

IMG_1560 hæ hæ !! Í dag var æðislegt veður.  Ég vaknaði á undan mömmu minni við að sólin skein innum gluggann minn.  Ég á fætur með bílana mína inní stofu.  Lék mér þar þangað til ég heyrði í vekjaraklukku mömmu (gemsanum). Þá þaut ég inn í herbergi til hennar með brunabílastóðið mitt, sængina gogga og dudduna og bauð henni góðan daginn :o)

Ég er enn með smá Risalandskomplexa.  En það gekk betur í morgun.  Ég td fór ekki að gráta á eftir mömmu í dag.  En undanfarið hef ég grátið á eftir henni.  Og var svo hress þegar hún kom og sótti mig í dag.  Við fórum sko í sund! Það var svo mikið af fólki í lauginni.  En ég fór í rennibrautina og hljóp hring eftir hring.  Og þegar það var löng röð þá bara taldi ég á puttunum upp í tíu (já svona nokkurn veginn) og tók tillhlaup og lét mig gossa út í laugina með öskri og gusurnar þutu út um allar áttir! ha ha ha það var svo gaman!!

Við grilluðum þegar við komum heim og ég torgaði líka einni skyrdollu.  Kea skyr með vanillu er mitt uppáhalds skyr! Mamma hafði leyft mér að velja mér ís eftir sundið sem ég mátti bara borða ef ég væri duglegur með kvöldmatinn (sko mig og skyrið!! ) og þegar Simpsons var að byrja bað ég mömmu um að geyma restina af ísnum.  Hafðio valið mér grænan Lurk, sem auðvelt er að setja aftur í bréfið og ofan í kistu.  Já gott fólk ykkar yndislegastur var kominn inn í rúm hálf átta! Sofnaður útkeyrður, hamingjusamur, saddur og útitekinn klukkan átta!

Þar til næst - ykkar Gabríel

Engin ummæli: