fimmtudagur, september 18, 2008

Snjór í fjalli

hæ hæ !!

Ég er alltaf jafn hress. Vaknaði ekkert í rokinu!! mamma var hissa. 

Og þetta sem ég var að æfa mig í er alveg komið á fast skrið.  Garga bara núna "BÚINN"  þegar mamma á að koma og aðstoða mig !! Ekker væl um bíla.  Bara geri mitt og búið mál.  Ég er svo stór!

Við mamma fórum í Fellshlíð síðustu helgi.  Mikið var ég glaður að koma þangað.  Borðaði hellings af kjöti og Hermann gaf mér hrúgu af sultu með kjötinu!! vá hvað ég var sæll með þetta allt!

Var duglegur að fara að sofa og vaknaði kátur daginn eftir.  Við mamma fórum niður og kúldruðumst í leti.  Hermann frændi fór snemma í vinnu og Önnu frænku finnst gott að sofa ha ha ha !

Fórum svo út að skoða alla vélsleðana sem eru til í Fellshlíð og þeir eru sko ekkert fáir!! og Auðvitað varð ég að prufa að setjast á þá alla! Og Trambólín! Guðni Páll - systursonur Önnu á trambólin þarna og ég auðvitað hoppaði og skoppaði þar!.  Og sandkassinn, þar lék ég mér líka !  Það er svo gaman í Fellshlíð!

Og rúsínan í pysluendanum er að þegar Hermann kom heim úr vinnunni þá bauð hann okkur í jeppaferð! Vá hvað ég var ánægður með það! að hossast um í jeppa uppi "fjalli" var rosalega gaman! Fundum gamlar rústir, og uppsprettu!!!

Gistum  hjá afa og ömmu á laugardagskvöld og fórum að smala í Belg.  Horfðum á formúlu og borðuðuðm snakk.  Við Hjörtur frændi minn erum afskaplega duglegir við að borða snakk :)

Já og ekki má gleyma að segja að við mamma kíktum á Sylvíu frænku á þriðjudaginn - hún á froska og salamöndru!!! ég varð solidð hrifinn af þessu.  fannst gaman að sjá þetta hreyfa sig og synda!

gkv_fellshlid

Engin ummæli: