miðvikudagur, september 10, 2008

Skemmtilegur strákur

hæ hæ ! Mamma sótti mig í skólann á mánudag og hljóp ég til hennar og knúsaði.  Við tókum rúnt og ákváðum að kikja inn í Dótakassann og heilsa upp á páfagaukana þar.  Og mamma fann spil handa okkur og ég ætla sko að kenna Önnu frænku og Ömmu minni þetta spil - tilkynnti ég mömmu minni í gær.  Þetta er Bubba Byggir minnisspilið.  Mamma notar ekki öll spjöldin svo þetta er ekki of erfitt fyrir mig.  Og við spiluðum þetta vel og lengi og hlógum mikið.  Merkilegt hvað við kveikjum sjaldan á sjónvarpinu nú orðið.   Tókum einmitt spil í morgun áður en við fórum af stað í skólann náðum ekki að klára svo við geymdum það á borðinu og ætlum að klára þegar við komum heim. 

Annars er ég bara kátur og glaður.  Vakna hress og syngjandi.  Er með fastar skoðanir á hlutunum, td það að kisur geta ekki pissað í grasið/sandinn því þær eru ekki með bibba.  Og svo heita öll útlönd Holland í dag - það gæti breyst á morgun reyndar.  Og ég er alveg ákveðinn í að við mamma förum bæði til Hollands saman. 

Ég ætla í Fellshlíð um  helgina.  Og ég ætla í afabíla.... og þetta tvennt verður ekki samið um....

Ykkar Gabríel.

flottir2

Engin ummæli: