fimmtudagur, september 25, 2008

Leir og frí í skóla

hæ hæ!

Hér er allt við það sama.  Var hjá pabba síðustu helgi, og mamma sótti mig í skólann á mánudag.  Var að vanda hress og kátur þegar hún sótti mig. 

Við erum búin að eiga góða viku.  Fékk Birnu bangsastelpu með mér heim úr skólanum á mánudag og var það rosalega gaman. Þetta er ekki sama bangsastelpan og býr á Undralandi svo þessi hefur aldrei komið heim með mér áður.  Og við lékum okkur að dótinu hennar sem voru lítil plast dýr.  Og lásum bækurnar hennar.  Við reyndar fórum fyrst með mömmu á fund í vinnunni hennar og vorum svo þæg að sitja og hlusta, mamma var rosalega montin af okkur, og fengum við kleinur og kakómjólk í verðlaun :o) Mamma skrifaði svo í bókina hennar Birnu bangsastelpu sem þau í leikskólanum lásu svo daginn eftir ! Það er alltaf gaman að fá bansastelpuna heim með sér :)

DSC00549Í gær fórum við heim og leiruðum eftir skóla.  Sátum í stofunni heima og leiruðum og hlógum mikið.  Ég fékk að nota piparkökuformin okkar og bjó ég til alls kyns fígúrur, báta og bíla.  Og endaði með að búa til pizzaveislu ha ha ha - þá spurði mamma mig hvort ég væri svangur og ég hélt nú það og borðaði vel af þorskbollunum og hrísgrjónunum sem mamma eldaði handa okkur!!

Sátum svo og kúruðum yfir Simpsons. 

Í dag sækir svo pabbi mig.  Ég gisti þar í nótt þar sem það er frí í skólanum mínum á morgun og mamma mín er að vinna. Við finnum okkur  örugglega eitthvað skemmtilegt til dundurs :o)

Og þegar mamma sækir mig til pabba á morgun þá ætlum við í SVEITINA!!!!

ps elsku mamma viltu pakka dýrunum sem Dóa frænka gaf mér í jólagjöf með í sveitina, ég fann þau öll til í morgun og setti í litlu bílatöskuna mína.  :o)  

Engin ummæli: