laugardagur, janúar 10, 2009

Afmælismyndir frá Flúðum

Þær á Flúðum eru svo duglegar að taka myndir og setja á netið.  Og auðvitað klikkaði það ekki þegar ég átti afmæli í skólanum, en það var haldið upp á það á Þorláksmessu.

Endilega skoðið myndirnar: Afmæli Gabríel.

IMG_6863

Annars er bara allt gott að frétta af okkur.  Reyndar fór vinur minn Snæbjörn heim  með hlaupabólu á miðvikudaginn og þá vorum við búnir að leika okkur saman í skólanum síðan á mánudag.  En hann var smitberi 3 daga áður en útbrot koma og fyrstu bólurnar komu á miðvikudaginn.  Svo gengur maður víst með þetta í allavega 10 daga áður en útbrot myndast svo ég ætti að verða lasinn á föstudaginn næsta eða um helgina.  Mamma er svona á báðum áttum út af þessu, kát að ljúka þessu af, stressuð því hún var að byrja í nýrri vinnu (sem gengur rosalega vel og henni líkar rosalega vel)  En ég er stór strákur og afi og amma eru búin að bjóðast til að leggja til aðstoð; gott að eiga góða að :o)

Ég er í afskaplega góðu jafnvægi þessa dagana.  Er alveg að njóta þess jafn mikið að mamma er bara að vinna til 4.  Hún er ekki eins þreytt, og við eigum meiri tíma saman, ekki að koma heim rétt fyrir háttatíma, heldur fæ ég tíma með dótinum mínu heima hjá mér. 

Já við erum syngjandi kát, og okkur líður vel. 

Engin ummæli: