fimmtudagur, janúar 22, 2009

Gullkorn

já ég á til hin ýmsu gullkorn.  Í dag fór ég upp í sveit með afa því ég er með hlaupabólu.  Og amma mín var að taka til og undirbúa í þorrabakka fyrir morgundaginn.  Í Birkihrauni hjá afa og ömmu hefur alltaf verið sú hefð að amma tekur til í trog vel útbúið og útilátið handa afa því jú þorrinn hefst alltaf á bóndadag.  Og afa finnst þetta afskaplega góður matur.

Ég sé þegar amma er með sviðakjammana á lofti, rek upp stór blá augu og segi einlægt við hana alveg tómur í framan eins og mér einum er lagið:

"er RISAEÐLA í matinn... ??!"

Svidakjammi

Engin ummæli: