sunnudagur, janúar 04, 2009

Frábært jólafrí !

við mamma erum komin heim og hún lýsir jólafríinu okkar vel á sinni bloggsíðu svo óþarft er að endurtaka allt hérna líka :o)

við áttum í stuttu máli alveg snilldar frí, þar sem ég lék á alls oddi og skemmti mér konunglega allann tímann.  Afi og amma eru með vídeótæki in ni í herberginu sínu og þar finnst mér afskaplega gott að vera og hlaða batteríin.   Það er ósköp ljúft að vera í sveitinni.  Fara í fjárhúsin, geta knúsast í afa og ömmu að vild. Leika mér og sofa.. alltaf gott að sofa í sveitinni.

Ég fékk margar fallegar gjafir og afmælisgjafir.  Takk kærlega fyrir mig ! og afi skaut upp mörgum flugeldum á áramótunum, svo mörgum að ég var orðinn heldur þreyttur.  Sofnaði út frá blossunum og litunum frá þeim á miðnætti á gamlárskvöld. 

Ég var búinn að færa til 2 tíma í svefni.  Hættur að vakna sjö, - heldur svaf á græna til níu. Og hættur að sofna klukkan átta og var hrikalega hress til tíu á kvöldin. Þó mamma setti mig í bælið um níu, þá var ég ekkert á því að sofna strax.  En hún ákvað að fara heim í gær og vekja okkur í morgun með vekjaraklukku :o) og það gekk bara príðilega.   Hún sat svo yfir mér á meðan við biðum eftir kjötsúpunni, þá var ég að horfa á Bósa Ljósár (Toy Story) og var nærri dottaður (napattack) hún passaði að ég myndi ekki sofna ...

Við fórum í bíó í dag!! Fórum að sjá Bolt (sjá hérna á Kvikmyndir.is; Bolt) Ég var til fyrirmyndar með kókið mitt og poppið og nammið.  Já mamma leyfir mér að fá kók í bíó, þar sem ég fæ aldrei kók annars :o)

Og núna er ég að leika mér með bílana mína, rústa stofunni okkar, og kynna nýja dótið fyrir því gamla og blanda öllu saman! Ooohhh það er svo gaman að vera til :o)

bið að heilsa - ykkar Gabríel Alexander

DSC04707

Engin ummæli: