föstudagur, mars 27, 2009

Snjór snjór snjór!

Hæ hæ!

í gær átti pabbi minn afmæli – til hamingju með daginn !! ég einmitt hringdi í hann í gær og þóttist svo ekki muna hvað ég ætlaði að segja, var eiginlega hálf feiminn.  En pabbi ætlar að sækja mig í skólann í dag og ég ætla að gista hjá þeim í nótt. Er voða spenntur og voða kátur.  Knúsaði mömmu mína og sagði henni að ég elska hana og sakna hennar, kyssti hana á kinnina og hljóp inn að leika. 

Ég er í mjög góðu jafnvægi þessa dagana.  Náði mér í lúr í skólanum bæði mánudag og þriðjudag og hef verið að sofa vel í vikunni.  Þreyttur í morgun, var ekki vaknaður á undan mömmu.  En mamma hafði splæst á mig “pokapuggs” (cocoa puffs) í morgunmat og ég skutlaðist framúr þegar ég mundi eftir því. 

Ég er orðinn svo duglegur.  Mamma hefur alltaf hjálpað mér að klæða mig á morgnana en í þessari viku þá hjálpar hún mér með sokkabuxurnar, en svo sé ég um rest sjálfur.  Og svo fékk ég hrós úr leikskólanum hvað ég væri duglegur.  Brynja sagði  mömmu minni að ég væri svo duglegur, þegar ég væri að fara út og koma inn þá klæddi ég mig alveg sjálfur í útifötin og skóna.  Ef ég þarf að pissa úti þá kem ég inn, klæði mig úr og í og út aftur, án þess að segja orð.   Þarf ekki hjálp eða neitt.  Ég er nefnilega orðinn svo stór!

Við mamma lesum alltaf saman á kvöldin.  Og ég er að byrja á leikskólanum að skoða stafina.  Mér finnast þeir spennandi.  Og bækur spennandi.  Stundum tek ég bækurnar mínar  og les fyrir mömmu.  Þá rek ég fyrir hana söguna út frá myndunum.  Og í gær kenndi ég henni lag sem við erum að syngja í skólanum.  Gaman að geta kennt henni hluti sem ég er að læra :o) og svo er hún farin að kenna mér á klukku.  Hún sýnir mér hvar vísarnir eiga að vega þegar eitthvað gerist.  og ég fylgist svo með klukkunni og segji henni reglulega hvar stóri vísirinn er, því hann hreyfist hraðar :)

Og núna er mikill snjór hjá okkur!! Ef veður leyfir þá förum við í Fellshlíð á morgun, en spáin er nú ekki okkur í vil.  Mamma ætlar að sjá til á morgun. 

25.03.09

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar
ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: