mánudagur, mars 30, 2009

Vont veður

hæ hæ !!

Pabbi kom og sótti mig í skólann á föstudaginn.  Og ég gisti hjá þeim eina nótt og skemmti mér vel ! Orðið heldur langt síðan ég hafði gist hjá honum síðast svo ég var afskaplega kátur með þetta allt saman.  Ég kom svo heim til mömmsu minnar um fjögur á laugardag.  Stutt stopp hjá pabba núna, en næstu helgi fer ég með honum í ferminguna hans Atla bróður úti í Eyjum.  Það verður örugglega mjög gaman að hitta alla!!

Við mamma áttum góðan sunnudag.  Við mamma bökuðum skinkuostahorn.  Mamma var með litla uppskrift, og skipti henni í tvennt og þegar hún var búin að fletja út sitt deig rétti hún mér keflið og hinn helminginn af deginu.   Ég flatti mitt út, varð heldur sporöskjulaga en hringlótt en mamma skar fyrir mig í 8 lauf.  Hún sýndi mér svo á einu laufi hvað ég átti að gera með skinkuna og ostinn, hvernig ég ætti að rúlla upp og setja á plötuna.  Og rétti mér svo diskinn með skinkunni og ostinum.  Hún fór svo bara að ganga frá og leyfði mér alveg að græja þetta.  Og já – ég gerði þessi flottu ostahorn.  Hún þurfti ekkert að hjálpa mér! Og þetta varð rosalega flott hjá mér (mamma er heldur montin af mér núna) Ég kláraði sem sagt að setja í þau og rúllaði upp sjálfur 7 laufum og setti á plötuna.  Svo fékk ég að pennsla mjólkinni yfir.  Og úr urðu til gómsæt skinkuostahorn ! (kjams kjams)

Svo fann mamma fann til föndurdótið sitt og var að ath hvort málningin hennar sem hún hefur notað til að föndra með á kerti og glermálningin hennar væru enn í lagi.  Ég var nú snöggur að ná í pappír og við máluðum listaverk saman.  Mamma mín hengdi svo upp þær myndir sem ég málaði.  Eina mynd af risaeðlu, aðra mynd af eldi og enn eina mynd af sjó með doppum.  Þessar myndir mínar fóru uppá vegg.  Svo málaði ég eina sem ég tilkynnti mömmu að væri handa afa mínum og hún er af gíraffa:

DSC00793 DSC00794

Engin ummæli: