miðvikudagur, mars 18, 2009

Mömmukaffi á leikskólanum

hæ hæ !!

í dag var mömmu boðið í kaffi og morgunmat í skólanum ! Hún geymdi peysuna sína og skóna í hólfinu mínu og ég byrjaði á að sýna henni hvað mér þætti skemmtilegast að gera í skólanum.  Reyndar sagði ég henni í gær að mér þætti gaman í skólanum, sérstaklega að fara út að leika með Jóhannesi Geir.  Við mamma bjuggum til bílabraut og lékum okkur smá áður en Hrefna bauð okkur að koma í morgunmat. 
Hafragrautur og slátur í morgunmat í skólanum.  Ég með mína góðu matarlyst borðaði 2 skálar og fullt fullt af slátri með! Mikið spjallað og hlegið og svo fórum við mamma að leika okkur aftur með bílabrautina. 

Sylvía besta frænka kom í heimsókn í gær.  Og hún borðaði með okkur pizzu og ég sýndi henni dótið mitt.  Var rosalega gaman!!!

Næstu helgi þá förum við í sveitina.  Það er alltaf búið að vera auglýsingar í sjónvarpinu um Formúlu 1 og ég spyr alltaf mömmu hvort kappaksturinn sé núna í sjónvarpinu.   Svo í gær þá skoðaði mamma dagskrána og sá að fyrsta keppni tímabilsins er á sunnudaginn næsta þegar við verðum einmitt í sveitinni. 

Og það fyrsta sem ég sagði var “hjá afa og ömmu, má ég horfa á kappaksturinn með afa…??” og svo hugsaði ég mig aðeins um og sagði… “ og fá flögur og sósu með…??” og svo ljómaði ég  og hljóp um hálsinn á mömmu.   Mikið hlakka ég til að eiga góða stund með afa og kappakstrinum !!

þessar myndir eru teknar af okkur sumarið 2006 og þessi hefð hefur verið til staðar hjá okkur síðan þá:

gah og afi 3 gah og afi 2

Hérna er ein mynd af okkur afa tekin afmælisdagin hennar  mömmu 2007:

23.03.07

Engin ummæli: