miðvikudagur, maí 27, 2009

Kjarnaskógur

hæ hæ ! ég er svoddan snillingur eins og mamma mín segir oft. 

Í gær fórum við í þessu góða veðri út í Kjarnaskóg með jarðaber, kringlur og kókómjólk í nesti.  Og við sátum og mauluðum nestið okkar þar til ég fór að ókyrrast og fann fyrir hreifiþörfinni. 

Mér finnast lækir afskaplega spennandi.  Er bara eðlilegur strákur í þeim efnunum.  Nú, ég spyr hvort ég megi fara og henda steinum í lækinn og mamma segir já – en ég verði að passa mig.  Vatnið sé nú kalt og ekki gott að detta út í og blotna. 
– pff auðvitað geri ég það ekki – ég er svo stór strákur !

Mamma færir sig með mér yfir til læksins og situr þar í góða veðrinu og smellir nokkrum myndum af mér á gemsann.  Ég fer að hoppa á milli, og er einu sinni næstum dottinn alveg út í.  Mamma ræskir sig og biður mig um að fara nú varlega því þarna hafi ég nú verið næstum dottinn.  Ég segi henni að ég detti ekki “ elsku mamma mín ég dett ekki sjáðu bara…” og hoppa aftur til baka.  Ok ég datt ekki.  Held áfram að busla og sulla og henda steinum útí. 

Og svo er ég komin óþarflega nálægt brúninni, og auðvitað í hamaganginum renn ég út í lækinn… rennblotna í fæturna upp að hnjám. 

“mamma við skulum bara fara heim núna… “

DSC00942

Engin ummæli: