miðvikudagur, maí 06, 2009

Sylvía í heimsókn

hæhæ! ég var hjá pabba um helgina og skemmti mér vel.  Mamma sótti mig svo í skólann á mánudaginn og við fórum að kaupa nýja bjöllu á hjólið mitt.  Hin bjallan brotnaði strax á föstudaginn í hjólatúrnum okkar þá.  það komu viprur og ég varð afskaplega lítill og reiður við sjálfan mig fyrir að hafa brotið bjölluna.  En mamma mín sagði að við myndum kaupa nýja.  Og ég valdi mér rosa flotta Bangsimon bjöllu hjá Vidda í Skíðaþjónustunni.

Amma mín og Þórhalla frænka komu í heimsókn til okkar á mánudaginn.  Amma mín átti afmæli og við mamma fórum í búð og náðum í gotterí með kaffinu handa þeim.  Og í búðinni voru stelpur með tombólu.  Og ég fékk að velja eitthvað fallegt handa ömmu minni og valdi fallega bangsastyttu og bangsinn var að spila á fiðlu.   Eins og kannski flestir vita þá á mamma mín fiðlu, og stundum setjumst við niður og ég fæ að prufa fiðluna. ´

Ég fékk að pakka inn alveg sjálfur.  Ég reyndar bað mömmu um að líma en ég setti pappírinn sjálfur.  Rosa fallegur pakki og amma varð svo glöð! Til hamingju með afmælið elsku amma mín!!!

Í gær sótti mamma mig á hjóli.  Við hjóluðum og fórum á róló.  Mér finnst alveg frábært að eiga svona stundir með mömmu minni.  Og ég veit að mamma nýtur þess að geta sótt mig svona snemma á daginn og átt stund með mér án þess að við séum bæði útkeyrð.  Mamma er líka að æfa sig að hjóla.  Hún hefur ekki hjólað í 20 ár og langar að hjóla í vinnuna, en þarf að æfa sig fyrst. 

og viti menn – Sylvía besta besta frænka passaði mig svo í gærkveldi!!! Mamma sagði mér að hún ætlaði að hitta vinkonu sína á kaffihúsi og Sylvía ætlaði að koma og vera hjá mér.  Og mamma leyfði mér að velja flögur handa okkur. Ég hlakkaði svo til að fá hana í heimsókn.  Og spurði mömmu á 15 mín fresti hvenær hún kæmi. Og þyrlaðist í kringum íbúðina og sjálfan mig af spenningi þangað til ég hreinlega sofnaði!

En auðvitað vaknaði ég þegar Sylvía kom og við skemmtum okkur vel saman! Mamma meira að segja gaf mér leyfi til að fá kók með flögunum ! oooohhh þetta var svo gaman ! ég var svo hamingjusamur með þetta !! Takk fyrir frábært kvöld elsku Sylvía besta besta frænka !!!

að bíða eftir Sylvíu sinni…

DSC00879

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Ég er nú bara með þriggja ára reynslu en ég hef aldrei heyrt um barn sem sofnaði af spenningi :)

Guðrún K. sagði...

ha ha ha já þegar þú orðar þetta þannig þá er það heldur öðruvísi :o)