mánudagur, maí 11, 2009

Heima um helgina

hæ hæ hó hó

við mamma vorum heima um helgina.  Bara að slappa af og njóta þess að vera tvö saman.  Ég vakna auðvitað á mínum tíma klukkan sjö, en ég leyfi mömmu að kúra lengur.  Hún auðvitað kemur fram og gefur mér að borða og þess háttar, en skríður svo uppí aftur og “vaknar inni í rúmi”.  Mér finnst sjálfum svo gaman að vera frammi, að leira, að kubbast og leika mér með bílana mína.  Við mamma keyptum nefnilega leir á föstudaginn og við leiruðum saman. 

Fórum í bíó ! Mér finnst svo gaman í bíó, þá fæ ég alltaf popp og smá kók og jafnvel nammi! Sáum Múmínálfana.  Mér finnast þeir skemmtilegir! En það var ekkert hlé.  Ég hef ekki eirð í  mér að sitja kjurr í 70 mínútur.  Ég þarf að fá smá pásu til að hlaupa hring og á klóið.

Ég er heldur klár strákur.  Á laugardaginn þá fórum við í Hagkaup.  Nammidagur og ég held fast í þá venju að kaupa nammi á nammidaginn.  Nú ég finn rosa flotta bíla í svona afsláttarkörfu á miðju gólfinu í Hagkaup.  Og ég læt alveg í ljósi að mig langi í svona.   “mamma ég elska svona..” – farinn að nota þetta en er ekki alveg að virka sem skildi, en ætla reyna aðeins lengur. Mamma býður mér að sleppa namminu og fá þetta í staðin.  Og ég jánka því.  Ég nefnilega vissi að ég ætti eftir að fá nammi í bíó :o) ha ha ha

í gær ætluðum við í Flugsafnið, en það var lokað. Ég varð svolítið svekktur, en fékk að skoða dekkið sem er á hálfu flugvélinni sem er  utan á húsinu, og það var nóg til að kæta mig aftur.  Ég snerti dekkið! og sá hvar flugvéliln geymir dekkið!

Mamma stakk uppá jólahúsinu í staðinn og ég var alveg sáttur við það.  þar valdi ég mér jólapakka… Það voru nefnilega jólapakkar fyrir utan jólahúsið, svona óvissupakkar sem við vissum ekki hvað var í.  Ég varð nú svolítið skúffaður og grenjaði ógurlega.  Það var nefnilega jólakanna í pakkanum en ekki dót.. mamma sagði að þetta væri nú afskaplega falleg kanna og hægt væri að borða ísinn úr henni.  Við vorum einmitt stödd fyrir utan Brynju með bragðarefina okkar í sólinni.  Nú við skelltum ísnum í könnuna og ég varð sáttur :o)

við kíktum á Glerártorgið, skoðuðum í Toys’R’Us.  Og ég betlaði ekki neitt ! Síðan fórum við í kaffi til Freydísar og Júlíusar.  Við Júlíus vorum á trambólíninu og hoppuðum og skoppuðum .  Enda sofnaði ég yfir teiknimynd klukkan fimm.  Og aftur steinsofnaði ég eftir skemmtilegan dag klukkan átta.

DSC00908

Komnar eru myndir á Flikkrið Mai 2009

Engin ummæli: