fimmtudagur, júní 11, 2009

Sumarfrí á morgun

 hæ hæ!!

ég fer í sumarfrí á morgun.  Pabbi sækir mig í skólann og verð ég hjá honum í viku :o) Atli Freyr stóri bróðir verður líka – hlakka mikið til að hitta hann. 

Annars er búið að vera nóg að gera.  Fórum aftur í Kjarnaskóg á þriðjudaginn sem endaði ekki alveg nógu vel þar sem ég datt aftur fyrir mig á rassinn í lækinn.  Ég vil helst ekki tala um þetta, ég er svolítið miður mín yfir þessu.  En sem betur fer var mér ekki kalt.  Mamma var með útilegu teppið okkar í bílnum og klæddi hún mig úr blautum fötum og sokkum og vafði mig inn í teppið. 

Í gær var gott veður og mamma smurði mig með sólarvörn áður en hún sendi mig í skólann.  Við ákváðum þá um morguninn að fara með sunddótið okkar í bílinn og fara í sund eftir skóla/vinnu.  Og ég fékk að velja hvert við fórum og ég vildi fara sko í Þelamörk. Og við skemmtum okkur konunglega í sólinni.  Ég fór í rennibrautina og lék mér með svona fljótandi dótarí eitthvað.  Klukkan var að verða 18 þegar við komum aftur til Akureyrar, bæði svöng eftir sundið og ég spurði mömmu hvort við gætum fengið okkur hamborgara saman í sjoppunni.  Mamma var til í það og fengum við okkur gómsæta hamborgara saman. 

Ég er þreyttur.  Sat hjá mömmu í lazy-boy með græna klakann minn þegar Simpsons var.  Svo gott að fá að kúra hjá henni þegar ég er sybbinn.  Og var fljótur að sofna um kvöldið.  Sofnaður nánast klukkan átta.  og var sybbinn í morgun.  Mikið verður gott að komast í frí. 

Mamma á eftir viku í vinnu áður en hún kemst í frí.  Þá förum við í sveitina, í útilegur og leikum okkur.  Ég er ekki enn búinn að kaupa mér golfsettið, hef ekkert minnst á það í nokkra daga núna.  En mamma er að spá í að fjárfesta í krikettsetti handa okkur.  Kemur allt í ljós.  Mestu skiptir að njóta þess að vera í fríi og slappa af :o)

Eigið góð daga !

gah_ferrari

Engin ummæli: