mánudagur, júní 08, 2009

veiði og fjöll

hæ hæ !

Nóg að gera um helgina.  Fórum í sveitina á föstudag.  Amma reyndar keyrði á móti mömmu þar sem hún ætlaði að fara í afmælismat til Önnu frænku og Hermanns.  En hún kom heim til mín um kvöldið. 

Mamma fór snemma með afa til að bjarga lömbum úr haughúsinu.  Björgunin gekk vel og lömbin heil á húfi, og eitt þessara lamba var lambið mitt.  Kindin mín hún Lukka (Gabríela) bar þessu lambi úti á Stekkjanesi þegar bændur í Belg voru búnir að dæma hana lamblausa. 

Nú við fórum svo út á vatn.  Þar ætlaði flugan að eta okkur lifandi.  Ég varð heldur pirraður á þessu og neitaði að fara með afa síðar um daginn, mamma neitaði líka.  Okkur fannst þetta ekkert sniðugt.  En samt skemmti ég mér vel, var í strákaspotta og gat leikið mér með ausuna hans afa :o)

Við mamma, amma, Sylvía og Áslaug fórum í lónið.  Bæði á laugardag og sunnudag.  Þar var sko vatnsbyssustríð.  Amma gerðist vopnasmyglari og kom vatnsbyssunum óséðum inn í lónið.  En þar sem við hegðum okkur svo vel og erum ekki að sprauta á aðra gesti þá erum við ekkert skömmuð hehe :o) svaka gaman !!

Á sunnudag keyrðum við svo 16 rollur á fjöll, ásamt 32 lömbum.  Núna er ég sem sagt búinn að fá ða fylgjast með frá því að lambið kemur í heiminn, og þar til það er keyrt á fjall.  Ég fékk meira að segja nesti og alles með.  Fórum á bílnum hans Jenna, við afi og mamma.

Ég var afskaplega ánægður með helgina og var kátur að fara í skólann í morgun :)

Gabriel

Mamma er búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Sumar 2009

Engin ummæli: