þriðjudagur, júní 09, 2009

Litli flugmaðurinn

ég sagði ykkur ekki frá því að á föstudaginn þegar amma kom á móti okkur mömmu var ég rosalega svangur.  Og amma fór með mig í verslunina á Laugum og þar vildi ég fá hamborgara – Hermanni og Toddu til mikillar ánægju.  En ég fékk nú ekki hamborgara en sá sjálfur ís sem ég gat alveg sætt mig við til að seðja hungrið. 

Nú við amma förum semst á rúntinn og uppá flugvöll.  Þar eru flugmenn þrír að grilla og amma heilsar þeim og segist vera með ungan flugáhugamann.  Einn þeirra kemur og kynnir sig og býður mér að koma og skoða vélina.  Ég er fyrst svolítið feiminn og fel mig hálfpartinn á bakvið ömmu.  Svo fékk ég að fara uppí vélina og ég var ekkert hræddur.  Hann færir fyrir mig sætið og ég bara fæ kitl í puttana og byrja af minni alkunnu snilld að snerta alla takka og skoða allt og lít svo upp og spyr “hvar eru lyklarnir.. ?”

Þá fannst flugmanninum þetta vera orðið nokkuð gott.. hann bjóst held ég ekki við að ég þessi feimni strákur myndi gjörbreytast við að stíga upp í vélina….

DSC00603

Engin ummæli: