mánudagur, ágúst 31, 2009

Réttir og bíó

hæ hæ

Mamma mín er orðin hress aftur.  Hún var veik í síðustu viku. En sem betur fer þá eigum við góða að og Sylvía og Áslaug hjálpuðu mömmu við að sækja mig í skólann og fara með mig í skólann.  Svo sótti Hulda mig í skólann líka og fór með mig á fótboltaæfingu sem var auðvitað mjög gaman – ég var samt heldur þreyttur þegar ég kom af æfingunni – en ég fékk ís hjá Huldu á eftir – voða sæll með þetta allt saman :o)

Svo núna um helgina þá fórum við í sveitina.  Mamma fann smá orku til að keyra uppí sveit á föstudag – en leikskólinn var lokaður vegna starfsdags kennaranna :)

Við mamma áttum rólegan og góðan laugardag, kubbuðum og ég naut þess að hafa mömmu mína hjá mér og útaf fyrir mig :o)

Og í gær komu kindurnar okkar heim.  Fórum í réttir og fundum okkar kindur og drógum þær.  Vorum með fullt af fólki að draga með okkur svo allt gekk vel.  Gaman að hitta alla – en þær komu líka Snjólaug frænka, Sunnefa og Eik.  Svo hjálpuðu Sylvía og Áslaug okkur og svo komu Þórhalla og Hjörtur, amma og afi auðvitað og mamma.  Hjörtur Smári þvílíkt duglegur því hann byrjaði daginn á að fara á móti rollunum í Reykjahlíðarrétt, dró með Lárusi í Baldursheimsrétt og kom svo og dró fyrir afa sinní Reykjahlíðarrétt :o) Og kindurnar okkar vildu brauð :o) Og Móra gamla rataði sjálf heim í réttinni ha ha

Við mamma fórum svo í bíó í gær.  Það fékk ég að launum fyrir að vera svona duglegur í réttinni og duglegur að bíða heima á meðan mamma, afi, Áslaug, Sylvía og Hjörtur ferjuðu kindurnar yfir í Belg eftir réttir og töldu þær.  Varð nefnilega svolítið skúffaður fyrir að fá ekki að fara með. 

En við mamma sáum myndina Upp.  Mér fannst hún ekkert of skemmtileg, skildi hana ílla og varð hálfhræddur líka.  Var kannski líka bara þreyttur, fannst óskaplega gott að koma heim :o)

Mamma er búin að setja réttarmyndir inn á flikkrið okkar:  Reykjahliðarréttir

aslaug_gah_rettir

Engin ummæli: