mánudagur, mars 07, 2005

halló halló!!
Vitið þið hvað það var gaman um helgina hjá mér! Ég og mamma og Kítara fórum til Mývatnssveitar í heimsókn til Valgeirs afa og Rósu ömmu! Það var rosalega gaman. Ég var reyndar fyrst afskaplega feiminn því ég er svo lítill enn að ég þekkti ekki andlitin þeirra, þó þau höfðu komið í heimsókn 29. janúar. Svo ég sendi þeim nokkrar vel valdar skeifur fyrst. Og amma fékk að sjá mig vondan, og henni fannst það undarlegt hvað svona lítill búkur gæti gefið frá sér mikil og sterk org. En ég kreppi hnefann og kreppi mig saman til að ná sem mestum krafti í hvert org. Ég er með ágætis skap :o) En nóg um það.
Auðvitað hætti ég að senda þeim skeifur þvi þau eru voða góð, og gott að kúra hjá þeim, td sofnaði ég í fanginu á ömmu minni þegar hún og mamma voru að skoða gamlar myndir.
Ég átti reyndar frekar erfitt með að sofa fyrst. Ný hljóð, ný andlit og nýjar raddir, svo var pabbi ekki með (hann var heima að mála) En ég vandist þessu og var farinn að leika á alls oddi á sunnudeginum.
Þórhalla móðursystir kom og kíkti á mig, og ég hitti Hjört Smára og Sylvíu Ósk. Reyndar þurfti Sylvía að fara til Reykjavíkur að keppa á frjalsíþrótta móti, svo ég hitti hana lítið, vonandi meira næst! Svo kom Jón í Belg í heimsókn á sunnudeginum til að sjá mig. Það eru allir voða hrifnir af mér - ég er líka svo rosalega flottur strákur!!!
Væri líka gaman að sjá fleiri spor í gestabókinni. En þangað til seinna - hafði það rosalega gott elskurnar mínar!!

Engin ummæli: