miðvikudagur, mars 02, 2005

Góðan daginn allir saman!
Ég fór í ungbarnaeftirlitið í gær, og var svakalega duglegur. Ég reyndar var alls ekkert sáttur við að vera klæddur úr á þessum stað, var kalt og óþægilegt. En við kynntumst nýjum hjúkrunarfræðing sem heitir María og hún var afskaplega yndæl. Ég var mældur í bak og fyrir, og mældist 58 cm og 6260 gr. Mömmu finnst þessi tala 58 cm ekki alveg stemma miðað við fötin mín. En það var kannski ekki alveg hlaupið að því að mæla mig því ég var orðinn fjólublár af reiði þegar María var að reyna að mæla mig, og ég kreppti mig allan saman til að hafa meiri kraft í lungunum til að garga á hana. En hún sagði mig vera afskapleg hraustan og flottan gaur. Talar um að ég sé stinnur og sterkur, með fæturnar á réttum stað, og góða hreyfigetu og greinilegt að ég hreyfi mig mikið. Mamma og pabbi alveg að springa úr monti.
Núna er ég búin að fá graut í 3 kvöld í röð. Fyrsta kvöldið var ég ekki alveg á því að sofna og sofa. En næstu tvö þá borðaði ég grautinn með fýlusvip (er enn ekki búinn að sætta mig við skeiðina) ropaði og leið svo rosalega vel á eftir (fýlusvipur alveg horfinn) að ég er sofnaður klukkan tíu, og vakna ekkert aftur fyrr en um níu daginn eftir!! Og þá líður mér svo vel að ég er ekkert að vekja mömmu strax, ligg og hjala við bangsana mína og læt fara vel um mig.

Engin ummæli: