fimmtudagur, mars 17, 2005

Sælt veri fólkið! Og takk fyrir kveðjurnar í gestabókinni! Snjólaug frænka mín og dóttir hennar Sunnefa sendu mér afskaplega fallegt dót í dag - og langar mig til að þakka kærlega fyrir mig!
Mamma og pabbi gáfu mér leikgrind í gær og hoppirólu. Ég er kannski enn svolítið lítill fyrir hoppiróluna en ég fékk að prufa, með góðri stillingu svo ekkert álag er á litlu fótunum mínum. Og það er meiriháttar gaman að dingla þarna í þessu dóti. Get hreyft mig eins og ég vil (enda er ég aldrei kjurr) og það er meiriháttar þegar einhver nennir að ýta mér svo ég róli til og frá!
Leikgrindin er snilld. Þar fæ ég að vera í friði fyrir Kítöru, þó hún sé ofsalega góð við mig, þá er ágætt að fá stundum að liggja með dótinu mínu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fá hundstungu framan í mig í tíma og ótíma. Auk þess sem dótið mitt er orðið óhult fyrir henni!

Engin ummæli: