fimmtudagur, júní 16, 2005

Hæ hæ kæru vinir. Héðan er allt gott að frétta. Pabbi er búinn að vera svo duglegur uppi á hæð 2 að ég varla sé hann. Enda er sú hæð mega flott núna. Ætlunin er að mamma og pabbi flytji tölvurnar sínar upp, og ég fái svo herbergið hennar mömmu sem mitt herbergi. Ég er kannski enn of lítill til að sofa einn í herbergi, en ég hlakka allavega til að eignast mitt eigið herbergi. Stór strákur ég!.
Það hefur verið frábært veður undanfarið, og höfum við verið úti í garði. Ég sit í vagninum mínum, með sæng til stuðnings þar sem ég er ekki alveg farinn að sitja sjálfur (stutt samt í það) og það er svaka gaman að fylgjast með öllu.
Svo eignaðist ég fyrstu bókina mína í vikunni. Hún var rosa góð, á alla máta. Mamma las hana fyrir mig, og hún fjallar um heimsókn afa og ömmu. Alveg frábærlega litskrúðug og ég varla gat hamið kátínuna sem braust fram við lesturinn. Þessi bók líka endist lengur en dagskráin....

Engin ummæli: