miðvikudagur, júní 08, 2005

Sælinú - ég er alltaf jafn hress og kátur. Mamma var loks að setja inn fleiri myndir af mér og okkur. Gengur ekki þegar dyggir lesendur fá ekkert nýtt í æð reglulega!
Við tókum rúnt til Akureyrar á mánudaginn. Ég var rosalega duglegur alla leiðina, þetta var löng ferð, en ég var svo þægur og góður. Við stoppuðum hjá Rósu ömmu og Valgeir afa svo mamma gæti gefið mér hádegisgraut. Þau pöntuðu nýjan bílstól handa mér. Mér finnst hinn vera orðinn óþægilegur, ég er bara að verða allt of stór í hann. Við kíktum í vinnunna til Siggu ömmu og Magnúsar afa. Ég var bara orðinn svo þreyttur að það var voða lítið hægt að ræða við mig. Enda sofnaði ég með pelann í stólnum mínum, í innkaupakerru, inni í Centro á Glerártorgi. Fékk graut á bakaleiðinni hjá afa og ömmu í Mývó, svaf alla leiðina austur, og sofnaði um leið og ég var lagður í rúmið mitt - já rúmið mitt er besta rúm í heimi.

Engin ummæli: