mánudagur, febrúar 26, 2007

Sko.. allt er þegar þrennt er... eða vonum við mamma. Ég er lasinn, aftur. Og ekki vorum við ánægð með það í morgun. Ég var með hósta og hor um helgina og mamma passaði upp á að halda mér inni og að mér yrði ekki kalt. En í morgun þá sá hún strax að ég var með hita. Og ég mældist með 38,5 stiga hita.
Svo ég er í sveitinni hjá afa og ömmu. Veikindi í leikskólanum og veikindi í vinnunni hennar mömmu, svo amma mín elskuleg bauðst til að hafa mig veikan. Hvar værum við mamma án þeirra í sveitinni?? Gott að eiga góða að skal ég sko segja ykkur!
Annars leið okkur mömmu vel um helgina, létum fara vel um okkur heima og nutum þess að vera saman.

Engin ummæli: