fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Hæ hæ
ég er enn hjá afa og ömmu. Ég er að skána. Drekk mikið, en er ekki með mikla lyst. I dag hef ég reyndar aukið það aðeins, fékk mér smá seríós og brauð. Sakna mömmsunnar minnar mikið. Var gott að fá hana heim til okkar í gær, en hún fór að vinna aftur í morgun.
Afi og amma eru svo góð við mig. Afi gaf mér forláta dráttarvél í gær, alveg eins og Jenni í Belg á - og svaf ég með hana hjá mér! - það heyrist sko í dekkjunum á henni eins og á alvöru dráttarvél!! Amma mín er svo góð, hún leyfir mér að kúra hjá sér og horfa á Tímón og Púmba uppi í afabóli! Þar er gott að lúra þegar maður er lasinn og lítill. Til að lokka mig til að borða smá hef ég fengið harðfisk, og klaka, rosa gott, væri náttla enn betra ef ég hefði lyst.
- og nýjustu fréttir herma - klukkan 10:10 þá kúkaði ég í fyrsta skipti í þessari viku!!! þá er þetta allt að koma!!!
bið að heilsa ykkur öllum!!

Engin ummæli: