mánudagur, júní 02, 2008

Pabbahelgi

Image056hæ hæ hó hó - ég er kátur í dag.  Var reyndar ekki tilbúinn til að fara í skólann - eða öllu heldur að skilja við mömmu mína. 

Ég var hjá pabba um helgina og það var gaman.  Var svaka kátur þegar ég kom heim með nýja mótorhjólið mitt.  Þreyttur og sæll.  Enda svaf ég vel í nótt og steinsofnaði aftur í kvöld snemma, sáttur með mótorhjólið mitt. 

Þegar mamma mín kom að sækja mig í dag þá var ég svo kátur.  Hún var með mótorhjólið mitt.  Við höfðum mæst á miðri leið - ég mátti hafa það með í bílinn en ekki alla leið í skólann.  Og við fengum okkur ís.  Rúntuðum og hlógum .o)  Ég var sko með nægjanlegt pláss fyrir skyr og rúgbrauð með kæfu - og ég í bað og ég held ég hafi verið klukkutima í baði.  Mamma allagvega talaði um að sækja fiskinn sinn baðið og ég var kominn með rúsínuputta :o) Og svakalega var gott að kúra hjá mömmsu minni og horfa á Simpson saman. Enda sofnaði ég næstum.  Slakaði alveg á.

Á morgun sækir pabbi mig- mamma er að vinna til 18:00.  Síðasta vikan sem mamma þarf að vinna til 18:00 í sumar.  Og það sem meira er að Þórhalla frænka og Hjörtur Smári eru að koma og ætla að gista hjá okkur.  Mikið hlakka ég til að hitta þau.  Reyndar spurði ég um hvort Lárus kæmi líka, mér finnst hann skemmtiegur - hann á neblea mótorhjól :o) 

Vona þið egið góðan dag á morgun - ykkar Gabríel A.

Engin ummæli: