fimmtudagur, ágúst 13, 2009

afmæli og fótbolti !

hæ hæ!!

vinkona mín Thelma Dögg átti afmæli í gær og hún bauð okkur krökkunum sem höfum fylgst að í gegnum allan skólann í afmæli í gær ! Við mamma fórum og náðum í smá gjöf handa henni og ég var ekkert voða sammála um hvað ætti að kaupa. Ég var ekkert voða spenntur fyrir að kaupa stelpudót. En mamma ákvað að kaupa mig smá og leyfði mér að velja mér bíl á 500 kr sem var rosalega flottur.  Hún rétti mér 500 kr og ég mátti borga sjálfur.  Þegar ég kom á kassann og talaði við konuna (sem hafði hjálpað mömmu að finna hentuga gjöf handa 4 ára stelpu þar sem mamma kann bara að kaupa bíla) þá segir konan mér að ég megi velja mér 2 bíla í viðbót.  Augun mín opnuðust alveg og ég bara starði og hljóp svo og náði fyrst í einn bíl og svo mátti ég ná í annan..!! ég sveif um búðina – ég hafði sko dottið í lukkupottinn, ég var eins og á jólunum með alla pakkana! og það vakti kátínu í búðinni – maðurinn og konan semvoru að vinna við afgreiðsluna fannst ég alveg æðislegur og tóku þátt í þessari gleði minni!  (þau semst skellilhlógu þannig að Gabriel sá ekki til kv mamma)

Og afmælið var frábært .  Mamma Thelmu hafði bakað Hello Kitty köku og bleikar og grænar pönnukökur.  Og svo lékum við okkur krakkarnir á meðan mömmur okkar Jóhannesar, Thelmu og Ólafar Öldu spjölluðu yfir kaffibolla.  Og mamma sagði mömmu Jóhannesar að ég væri að fara að æfa fótbolta.  Og þá vildi Jóhannes sko fá að prófa með mér líka.  Mamma Jóhannesar ætlar að vera samstíga okkur í þessu svo við vinirnir getum verið saman í boltanum:o)

Mamma talaði svo við pabba minn og hann ætlar að fara með mig á æfingu á mánudag.  mamma er að vinna svo hún kemst ekki.  Núna eru sumaræfingar í gangi, 4 daga í viku frá 15:15 – 16:15.  En það þýðir ekki að ég verði að mæta alla dagana.  Svo er frí í september og vetraræfingar byrja í október, þá eru 1-2 æfingar í viku.  þetta er svaka spennandi :o) ætla að vera  svona flottur fótboltastrákur og Hjörtur Smári:

hjortur smari

Engin ummæli: