föstudagur, ágúst 07, 2009

Stór strákur

hæ hæ ! alltaf nóg að gera hjá okkur :o)

um verslunnarmannahelgina fórum við í sveitina.  Hitti þar Sunnevu, Snjólaugu og Eik frænkur mínar og með þeim var frænka Sunnevu frá Þýskalandi.  VIð fórum saman í Lónið og skemmtum okkur vel ! Mamma var eina nótt á Akureyri og ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu – í góðu yfirlæti ! Svo þegar mamma kom aftur þá fórum við í Belg og hittum Jenna. Mér finnst alltaf jafn furðulegt að hitta ekki kindurnar mínar þegar ég fer í Belg.  Mikið hlakka ég til að fá þær heim í haust !

Það er ekki svo mikið búið að gerast hjá okkur.  Við mamma kíktum loks á Júlíus vin minn og Freydísi mömmu hans (sem er vinkona mömmu) Ég var búinn að tala um að hitta Júlíus í langan tíma go svo urðum við bara svolítið feimnir þegar við loks hittumst, en það rann fljótt af okkur.  Og í gær fórum við í Kjarnaskóg með þeim. Þar vorum við Júlíus í essinu okkar ! Skítugir uppyfir höfuð, úr drullupollum og að leika okkur inni í skóginum og príla ! Rosa fjör !

Hjörtur Smári kom með mömmu að sækja mig á leikskólann í gær ! Mikið var gaman að hitta hann !   Tókum rúnt með honum á meðan hann beið eftir mömmu sinni.  Alltaf gaman að hitta Hjört !

Ég er svo stór strákur að ég er kominn á Hulduland í skólanum mínum ! það er stórukrakkadeildin.  Og ég er þvílíkt stoltur af því að vera kominn þangað.  Þar er líka tölva !! Við mamma erum búin að koma upp tölvutímum heima hjá okkur.  Ég má vera klukkutíma í tölvunni og það er alveg að virka hjá okkur !

Og svo í morgun ! Þá heyrðum við “BÚÚMMMM” og svo kom eldur og reykur frá bíl á bílastæðinu okkar ! Sem betur fer ekki Súbbinn okkar og hann var aldrei í hættu.  En ég fékk þetta allt beint í æð því þetta var beint fyrir utan eldhúsgluggann okkar !! Og ég sótti brunabílinn minn og sat með stóru bláu augun og fékk að sjá allt í alvöru! brunabílinn með ljós og sírenur, slökkviliðsmenn með grímur að sprauta á eldinn, lögguna stikla fram og til baka og blá ljós um allt .. Ég var dolfallinn… meira að segja borðaði varla morgunmatinn minn í glugganum…

Og svo var ég með beinar lýsingar fyrir mömmu sem var að taka sig til í vinnu, og pakka niður fyrir mig. “mamma húddið brotnaði…” – “ mamma hann er að sprauta..” – “ mamma löggan er að hjálpa….” - “mamma það er mikill reykur…”

Þetta var sko upplifun fyrir svona gutta eins og mig !!

Núna umhelgina er ég hjá pabba mínum í góðu yfirlæti ! eigið góða helgi !!

DSC06620 DSC06633 DSC06634 DSC06629

ps. Elsku amma mín - myndirnar verða stærri ef þú  smellir á þær og svo bakkarðu aftur til baka með örinni uppi til vinstri :o)

Engin ummæli: