mánudagur, ágúst 17, 2009

Gamlir félagar

hæ hæ !

við mamma fórum í sveitina á föstudaginn :o) alltaf gott að koma þangað og fá afa og ömmu knús ! Sylvía og Áslaug komu líka í heimsókn þangað og þær klipptu mig :o) ég er núna mega flottur með nýja klippingu !

Svo fengum við mamma heimsókn í sveitina á laugardag.  Rima vinkona mömmu kom og hún á strák sem ég var vanur að leika mér við þegar ég bjó á Fáskrúðsfirði; Hartmann ! við höfðum ekki hist síðan við mamma fluttum frá Fásk.  Hún á líka litla stelpu sem heitir Unna Dís og er skemmtileg stelpa. Hartmann er 5 ára og Unna Dís 2 ára.    Við Hartmann vorum dálítið feimnir við hvorn annan fyrst en svo rann það af okkur og við byrjuðum að leika saman á fullu og náðum vel saman ! Fórum í lónið, og við Hartmann spiluðum fótbolta.  Mamma og Rima töluðu og töluðu – vá hvað þær gátu talað saman – held að þær hafi verið líka fegnar hvað við gátum leikið okkur saman því þá gátu þær talað enn meira ha ha :o) Þau fóru svo aftur eftir kvöldmat.  Langt að keyra til Þórshafnar.  Við mamma erum að plana að kíkja þangað vonandi í september :o)

Á sunnudag fórum við mamma og amma snemma í Lónið.  Áslaug og Sylvía komu og snyrtu til klippinguna mína.  Ég er algjör gaur núna :o) Við mamma ákváðum að fara snemma heim, með smá stoppi þar sem afi var að snúa heyi við Belg.  Og ég fékk að setjast í dráttarvélina og stýra !!! Mamma sá einbeitningarsvipinn skína úr andlitinu á meðan ég vandaði mig við að stýra og afi passaði allt saman.  Þannig núna hef ég fengið að snúa heyi í heyskap :o) ég er svaka ánægður með þetta allt saman !!

Í dag er svo fyrsta fótboltaæfingin mín ! mikið hlakka ég til – ég meira að segja svaf með legghlífarnar mínar :o) Pabbi minn sækir mig kl þrjú í dag og fer með mig á æfingu – Jóhannes ætlar á æfingu líka :o)

gah_hartmann

Engin ummæli: