sunnudagur, júní 08, 2008

Helgi í sveitinni

hæ hæ !! Við mamma fórum í sveitina á föstudaginn.  Ég heimtaði að fara í sveitina strax á föstudag - mamma bauð mér að vera heima á laugardagsmorgun til að leika mér með dótið mitt en nei - ég sko vildi fara strax til afa og ömmu!

Fórum með hjólið mitt og mótorhjólið. Þegar ég vaknaði klukkan átta á laugardag var ég sko alveg til í að fara að leika mér .  Mér fannst afskaplega gott að hafa mömmsu þarna fyrst, við spjölluðum saman um mótorhjólin og bílinn minn. Vildi ekki fara fram, bara vera þarna með henni og spjalla. 

Mamma varð svo að fara og hjálpa afa við að ferja rollurnar á fjöll. Langamma og langafi voru með líka.  Við amma fórum á rúntinn líka í Belg og heilsuðum upp á lömbin.  því næst fórum við á róló við amma, og á trambólínið hennar Þórhöllu frænku! Rosalega gaman.  Og þegar mamma kom heim þá fórum við í sund með langafa og langömmu.  Þórhalla frænka var að vinna og ég fæ stundum að laumast í skápinn á bakvið hjá henni - þar geymir hún stundum ís... mér finnst ís svo góður!

Ég fékk að vaka smá frameftir.  Ég svaf svo vel um daginn - og svaf til átta á sunnudag líka.  Fékk monster trukk hjá afa og hann setti spotta í hann og ég dró hann á hjólinu mínu á rólóinn.  Mamma fór með mér og við lékum okkur þar! 

Svaf svo þrjá tíma eftir hádegi í dag líka.  Svo dagurinn fór í voða lítið nema bara afslöppun.  Kíktum á Sylvíu frænku áður en við fórum heim.  Merkilegt - hún á svona skemmtilegan ísskáp líka í vinnunni sinni :o)   Mér finnst svo skrýtið þetta með Lynghraunsfjölskylduna að þau eru bara aldrei heima.  Og ég spyr alltaf svo eftir þeim.  Það nýjasta er að ég ætla að verða eins stór og Lárus því þá má ég fá mér alvöru mótorhjól með svona hjálm sem er með fyrir augun. Og þegar ég verð eins stór og Hjörtur Smári þá ætla ég í sumarbúðir líka - alveg eins og hann!!!

Jámm helgin var góð - og við hlökkum til að fara í sumarfrí - en fyrst förum við í útilegu með vinnunni hennar mömmu !!! það verður sko gaman!!!

þar til næst - ykkar Gabríel Alexander

DSC01749  

Engin ummæli: