þriðjudagur, júní 10, 2008

Vírus á höndum og fótum

já já við mamma erum heima.  Mamma fékk símal frá Flúðum í dag og hún sótti mig.  Ég var og er með blöðrur á höndum sem læknirinn kallaði Handa- fóta- og munnsjúkdómur

Ég var rosalega duglegur í dag á heilsugæslustöðinni að bíða.  Og ég var líka rosalega duglegur að tala við lækninn og skoða dótið hennar.  Ég var líka duglegur að sýna lækni númer tvö sem yngri læknirinn kallaði "reynslubolta sér til aðstoðar"  En hann sagði þetta pottþétt þennann vírus sem er smitvírus og hann bað mömmu um að hafa mig heima á meðan þetta gengi yfir.  Sérstaklega þar sem ég fæ sennilegast hita með þessu. 

Ég er hress í dag en það komu stundir sem ég var frekar lítill í mér og vildi bara sitja hjá mömmu og horfa á Latabæ.  Ég finn samt stundum smá orku til að stríða aðeins td; vilja ekki þvo mér í framan eða klæða mig í sokka svo eitthvað sé nefnt.

Látum hérna mynd með sem mamma tók af mér um helgina :o)  

DSC01765

Engin ummæli: