þriðjudagur, júní 24, 2008

Útilega EJS - Fossatún 20-22 júni 2008

DSC02120 Halló!! Ég er útilegustrákur - með rauðar sætar kinnar, brosandi kátur syngjandi glaður, þreyttur og sáttur og er farinn að bíða eftir sumarfríinu.

Við mamma áttum æðislega helgi.  Fórum í útilegu á Fossatún með vinnufélögum mömmu í EJS.  Þar mættust starfsmenn úr þessum tveimur útibúum - Akureyri og Reykjavík.  Það var rosalega gaman.  Og ekki skemmdi fyrir að við mamma fórum með Önnu - sem vinnur með mömmu á Akureyri og syni hennar Heiðari Erni sem er að fara í 3ja bekk! Ég lít rosalega mikið upp til svona stórra stráka og fannst það frábært að fá að vera með svona stórum strák. 

Við mamma vorum í litlu tjaldi tvö og vorum með aðstöðu fyrir mat og annað í stóra tjaldinu hennar Önnu.  Fór rosalega vel um okkur.  Gott að kúra hjá mömmu og ég sönglaði "útilega útilega"  Mér fannst svo spennandi að sofa í tjaldi!

Fannst gaman á laugardeginum þegar kom rigning og við urðum að flýja inn í tjald fá okkur kakó og svo fórum við mamma í okkar tjald með bækur og nammi!! Var gaman að slaka á þar með mömmu. 

Fórum í sund í Borgarnesi og þar eru rennibrautir.  Alli pabbi Elísu Helgu fór með mig í stóru grænu fyrst og svo fór Anna með mér.  Mamma beið alltaf og greip mig :)  Og ég tók svo hringinn í litlu gulu rennibrautina upp, renna, mamma grípa, upp, renna, mamma grípa...

Og allir húsbílarnir... þeir voru svo flottir.  Og Fellihýsin.  Ég afrekaði að skoða þetta allt saman.  Bankaði bara hjá fólki og spurði hvort ég mætti koma inn. 

Svo fékk ég að fara í leikkastalann! Og þar voru rennibrautir og rólur.  Undirgöng og fullt af príli.  Trambólín voru líka á leiksvæðinu og ég fékk algjöra útrás þar!

Það er sko gaman að vera lítill strákur í svona ferðalögum.  Því þegar ein úr Reykjavík kom á pallbílnum sínum með fjórhjól á pallinum!! Vá hún leyfði mér að sitja á  hjólinu sínu - en ég vildi ekki að hún setti það í gang.  En ég var rosa ánægður  með þetta allt. 

Ég er sko farinn að tala um aðra útilegu við mömmu !!!  Mamma er búin að setja myndir inn á flikkrið okkar: EJS Útilega Fossatún 2008 

DSC02142

Engin ummæli: