fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Þreyttur strákur

hæ hæ !!

Núna er skólinn byrjaður aftur á fullu.  Við mamma áttum rólegan og notalegan dag síðasta dag frísins.  Bökuðum kanilsnúða og ég fékk að strá sykrinum og skera í snúða og það var rosalega gaman! Mér finnst svo gaman að baka - já og elda. 

Ég var heldur þreyttur fyrsta daginn og grét þegar mamma fór.  Og hljóp í fangið hennar þegar hún kom og sótti mig og sagði hreint út við hanan "mamma mín ég saknaði þín".  Við áttum notalegt kvöld og fórum jú á normal tíma að sofa en það var bara heldur seint fyrir mig.  Ég er núna hættur að sofa eftir hádegi.  Fæ hvíld á Risalandi en sef ekki neitt.  Og í gær þegar ég vaknaði var ég hrikalega þreyttur.  Var sofnaður í fanginu hennar mömmu áður en Simpsons byrjaði.  Við höfðum splæst á okkur hamborgara á Búllunni, og áttum ís heima og fengum okkur smávegis.  Og það var bara nóg fyrir mig.  Ég datt alveg út.  Það er líka svoddan notalegt að kúra hjá mömmu í stólnum með Goggann minn, dudduna og sængina.

í morgun ætlaði ég að vera rosa stór strákur.  Ætlaði sko ekkert að gráta þegar mamma færi og labbaði inn til að vinka hennir úr glugganum.  En þegar ég sá hana út um gluggann þá fór ég að gráta.  Mér finnst svo erfitt að kveðja hana svona stutt eftir frí.  Þetta gerðist um jólin, um páskana svo mamma var alveg viðbúin þessu núna. 

Þetta lagast.  Ég er fljótur að jafna mig og er jafn kátur og alltaf!!!

kanilsnudarhér er mynd af kanilsnúðunum sem ég bjó til !!það var svo gaman!  

Engin ummæli: