þriðjudagur, ágúst 19, 2008

EJS Fjölskyldudagur

hæ hæ! Það er alltaf jafn gaman að vera til!

Við mamma áttum skemmtilega helgi síðast.  Á laugardeginum var Akureyrardeild EJS með fjölskyldudag og var mætt úti í sveit heima hjá einum samstarfsfélaga mömmu og þar var hoppikastali og hestar!

Það var rosalega gaman að þurfa ekki að bíða í röð til að fá að hoppa í 5 mínútur heldur vorum við krakkarnir þar mest af tímanum sem við vorum þarna úti í sveit! Ég var ekkert að leitast eftir að fara á hestbak - fannst það ekkert eins spennandi og að fá að vera óáreittur í hoppikastalanum. 

Síðan var ratleikur og vorum við mamma í vinningsliðinu og ég fékk verðlaunapening!!! ég var / er ekkert smá montinn af honum!!

Svo var grillað og ég lék mér við hina krakkana og borðaði prinspóló!  Ég var afar sæll með þetta þegar ég hitti svo ömmu mína seinnipartinn.  Ég gisti hjá þeim um nóttina og mamma kom svo og sótti mig á sunnudaginn. 

Mamma er búin að setja myndir á netið bæði af deginum sjálfum og svo frá kvöldinu hennar: EJS Dagur

 GAH5_160808 .

Auk þess uppfærði mamma linkana hér til hliðar :o) Auk þess sem hún setti slóðina á myndirnar hennar frá Hollandi ef ykkur þætti gaman að skoða :o)

Engin ummæli: