miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hress strákur

Hæ hæ !!!

það er kominn miðvikudagur og mamma mín er barasta alls ekkert að standa sig í þessum skrifum hérna!  Biðst afsökunnar á því :o)

En það er bara allt gott að frétta, nóg að gera og fullt af dóti og ekki nægur tímí til að leika með allt dótið! ha ha !

Ég var hjá pabba um helgina og fórum við út í Hrísey með Litlu Hetjunum.  Það var rosalega gaman! Fórum á bát, keyrðum um í kerru aftaní traktor og fékk hamborgara.  Mamma og pabbi og Hulda ákváðu svo að prufa að taka helgina alveg þannig að pabbi myndi skutla mér í skólann á mánudaginn og mamma sækir mig svo þangað eftir vinnu.  Þannig læri ég að það er líka skóli og daglegt líf hjá pabba, ekki bara leikur og leti :o)

Ég tók þessum breytingum vel, og mömmu fannst ég jafnvel í betra jafnvægi með þessu móti þar sem ég er erfiður að ná mér niður og slappa af þessi sunnudagskvöld þegar ég kem  heim. Þá vil ég gleypa dótið mitt, leika mér og gera allt, og sofna bara seint og um síðir og er svo enn þreyttari daginn eftir.

Við mamma fórum og keyptum smá "skóladót"... Ég talaði um skóladót þetta og skóladót hitt og mig langaði svo í smá skóladót. Svo mamma fór með mig í Office 1 eftir skóla á mánudag og ég fékk Leiftur McQueen stílabók með Leiftur McQueen límmiðum, súperman gormabók ásamt blýöntum, strokleðri, yddara og reglustiku.  Og tréliti.  Ég var svo sæll með þetta, er búinn að vera að leika mér með skóladótið mitt síðan ég fékk þetta.  Meira að segja þegar mamma vaknaði á þriðjudag þá var ég vaknaður með skóladótið mitt uppi í rúmi að lita og teikna!

 

Lítið gleður ungt hjarta!

GAH3_160808

Engin ummæli: