fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Þreyttur í dag

Hæ hæ ! Ég átti erfitt með að vakna í dag.  Mamma varð að vekja mig oft til að ég fór á fætur.  Var heldur órólegur í nótt, sem skýrir hve þreyttur ég var í morgun.  Stuttur kveikjuþráður og lítill í mér.  En ég grét samt ekki þegar mamma fór.  En hún varð að koma aftur inn í skóla og kyssa mig bless aftur.  Svo vildi ég bara sitja í fanginu á kennaranum mínum þegar ég veifaði henni bless í gegnum gluggann. 

Mamma hugsar núna örugglega "ég vona að hann sé ekki að verða veikur.... " Ég ætla sko ekkert að verða veikur - verð samt að passa mig þar sem ég er með hornös.  Varð nefnilega rennandi í gær, hafði slitnað bandið á pollabuxunum sem fer niðurundir stígvélin, og farið uppfyrir í stígvélunum.  Svo mamma gróf ofaní poka frá Hafdísi frænku og Jóhanni Haraldi og fann þar aðrar Latabæjar pollabuxur og ég fékk með mér í skólann í dag.  Vonandi helst ég þá þurr.  En mamma hefur horft á mig uppstrílaðan í útifötum og í raun ekki fræðilegur að blotna - en ég næ samt að verða rennandi blautur í gegn... Við erum bara svona við púkarnir á þessum aldri :o)

GAH_ad borda ber

Hérna er ég að borða ber í berjamó.  Mamma fékk myndina að láni frá Risalandsmyndasíðunni.

Engin ummæli: