Já mamma mín er ekki að standa sig í blogginu... En af okkur er allt ljómandi að frétta. Ég er búinn að sætta mig við að sumarfríið er búið og það er bara gaman að fara í skólann. Hættur að gráta á eftir mömmu.
Mamma er farin að vinna 2 daga í viku til 18:00 og sækir Hulda mig þá daga. Sem er fínt - gaman að hitta þau oftar.
Það er alveg að koma helgi. Við erum að fara með starfsfélögum mömmu í sveitartúr á laugardaginn. Fyrir börnin um daginn - hoppikastali og hestar :) hlakka mikið til. Á eftir er áætlað að fara til afa og ömmu og gista þar!
Er farinn að spyrja svolítið eftir afa mínum, ömmu minni, hjólinu og fótboltanum. Langar í sveitina.
Eigið góða helgi
ykkar Gabríel

Engin ummæli:
Skrifa ummæli